fbpx
Fréttir2019-10-02T12:11:39+00:00
8maí

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

8. maí 2024|

Mikill áhugi á byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum sýndi sig á stórsýningunni Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll 18.-21. apríl. Um 25.000 gestir sóttu sýninguna, bæði fagaðilar og almenningur. Var aðsóknin svipuð og á Verk og vit síðustu tvö skipti, 2018 og 2022. Rúmlega [...]

22apríl

Einingarverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit

22. apríl 2024|

Starfsfólk Einingarverksmiðjunnar kampakátt með Sýningarverðlaunin á Verk og vit. Starfsfólk Rafmennt hlaut verðlaun fyrir Athyglisverðasta sýningarrýmið. Einingarverksmiðjan hlaut Sýningarverðlaun Verk og vit 2024 og Rafmennt hlaut verðlaunin Athyglisverðasta sýningarsvæðið en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á sýningunni í Laugardalshöll. [...]

19apríl

Verk og vit sett með pomp og prakt

19. apríl 2024|

Stórsýningin Verk og vit var sett í sjötta sinn með pomp og prakt í Laugardalshöll síðdegis í gær. Yfir 100 sýnendur taka þátt í sýningunni.  Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, fluttu ávörp. Að ávörpum [...]

19apríl

Gekk vel að taka á móti 1.800 nemendum á Verk og vit

19. apríl 2024|

„Það gekk ótrúlega vel hjá okkur á Verk og vit og mjög flottir 10. bekkingar sem komu og heimsóttu okkur,“ segir Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, í helgarútgáfu Morgunblaðsins en hún sá um skipulagningu á móttöku nemendanna fyrir [...]

19apríl

Rætt um stöðu samgönguinnviða á ráðstefnu SI

19. apríl 2024|

Samtök iðnaðarins stóðu fyrir ráðstefnu um fjárfestingu í samgönguinnviðum á Íslandi í tilefni af opnun stórsýningarinnar Verk og vit  í gær í Íþrótta- og sýningarhölllinni í Laugardal. Á ráðstefnunni var fjallað um aðkallandi fjárfestingaþörf í vegasamgöngum landsins, bæði vegna viðhalds og nýfjárfestinga. Lesa meira [...]

18apríl

Sýningarrit Verk og vit komið út

18. apríl 2024|

Veglegt 80 blaðsíðna sýningarrit Verk og vit er komið út. Ritið fylgdi Viðskiptablaðinu 17. apríl og verður einnig í boði á sýningunni í Laugardalshöll. Þar má finna ítarlega umfjöllun um sýninguna ásamt áhugaverðum greinum sem tengjast byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð. Í sýningarritinu er m.a. [...]

18apríl

Verk og vit hefst í dag

18. apríl 2024|

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í sjötta sinn dagana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Á sýningunni kynna fyrirtæki og stofnanir í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum vörur sínar og þjónustu. Sýningin er opin fagaðilum alla sýningardagana, en almenningi gefst kostur [...]

17apríl

Ráðstefna SI um fjárfestingu í samgönguinnviðum

17. apríl 2024|

Í tilefni af opnun stórsýningarinnar Verk og vit standa Samtök iðnaðarins fyrir ráðstefnu um fjárfestingu í samgönguinnviðum á Íslandi fimmtudaginn 18. apríl kl. 14-15.15 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Þegar ráðstefnunni lýkur verður ráðstefnugestum boðið að vera við formlega opnun sýningarinnar. Á ráðstefnunni [...]

17apríl

Undirbúningur á fullu fyrir Verk og vit 2024

17. apríl 2024|

Mikið hefur verið um að vera í Laugardalshöllinni undanfarna daga þar sem fyrirtæki vinna að kappi við uppsetningu sýningarinnar Verk og vit sem hefst á morgun. Það er gaman að sjá hvað sýnendur leggja mikinn metnað í sýningarsvæðin og allir ættu að finna eitthvað [...]

16apríl

Hátt í 1.700 grunnskólanemendur heimsækja Verk og vit

16. apríl 2024|

Hátt í 1.700 grunnskólanemendur í 10. bekk áforma að heimsækja stórsýninguna Verk og vit í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal næstkomandi föstudag kl. 11.00-14.00. Um er að ræða nemendur frá 42 grunnskólum víða um land. Meðal sýnenda á Verk og vit verða byggingaverktakar, verkfræðistofur, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki, [...]

2apríl

Sýning sem skilar árangri

2. apríl 2024|

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í sjötta sinn dagana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Markmið sýningarinnar eru annars vegar að auka tengslamyndun og styrkja viðskiptasambönd milli fagaðila og hins vegar að auka vitund um starfsemi atvinnugreinanna sem að sýningunni koma, [...]

27mars

Miðasala hafin á Verk og vit 2024

27. mars 2024|

Nú geta bæði fagaðilar og almenningur tryggt sér miða á stórsýninguna Verk og vit, sem haldin verður 18. til 21. apríl næstkomandi. Sýnendur eru í óða önn að undirbúa sig og ljóst að sýningin verður einkar glæsileg að þessu sinni. Miðasala er hafin á [...]

18mars

Byggja upp með vistvænum áherslum

18. mars 2024|

Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, leiðir samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll. Verkefnið snýr að því að vistvænt atvinnusvæði rísi í Helguvík-Bergvík. Á vormánuðum 2023 kynnti Kadeco nýja þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar sem gengur undir nafninu K64. [...]

11mars

BYKO hlýtur Svansvottun á gluggum

11. mars 2024|

Byko hefur fyrst framleiðenda hlotið Svansvottun á gluggum sem framleiddir eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Það er margt spennandi í gangi í fyrirtækinu, en það reisir nú nýjar höfuðstöðvar í Breiddinni. „Þetta samræmist vegferð okkar í sjálfbærnimálum og með þessu stóra skrefi erum við að [...]

28febrúar

Finna þarf lausnir með fyrirtækjum sem sérhæfa sig í íbúðauppbyggingu

28. febrúar 2024|

Mannvirkjaiðnaðurinn hér á landi er frekar ung atvinnugrein í samanburði við sama iðnað annarra landa. Íslensku mannvirkjafyrirtækin hafa þó þroskast hratt og hafa náð að verða sérhæfðari eftir því sem verkefnin verðar fjölbreyttari. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, segir að tilgangur sérhæfingar mannvirkjafyrirtækjanna sé [...]

23febrúar

Sérblað um Verk og vit með Viðskiptablaðinu

23. febrúar 2024|

Seinna sérblað Verk og vit fylgdi með Viðskiptablaðinu 21. febrúar en þar er fjallað vítt og breitt um stórsýninguna Verk og vit 2024, sem haldin verður í Laugardalshöll 18.-21. apríl nk. Elsa Giljan Kristjánsdóttir, sýningarstjóri Verk og vit, segist í viðtali í blaðinu vera [...]

15september

Uppselt á sýningarsvæði Verk og vit 2024

15. september 2023|

Uppselt er á sýningarsvæði stórsýningarinnar Verk og vit 2024 þrátt fyrir að enn séu sjö mánuðir í sýninguna. Það er því ljóst að fyrirtæki og stofnanir í byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð hafa mikinn áhuga á að kynna vörur sínar og þjónustu. Verk og vit [...]

21júní

Sérblað Viðskiptablaðsins um Verk og vit

21. júní 2023|

Sérblað um Verk og vit fylgdi Viðskiptablaðinu þann 16. júní síðastliðinn. Þar er m.a. rætt við fólk sem lifir og hrærist í byggingar-, skipulags- og mannvirkjageiranum um þau mál sem helst brenna á þeim þessa dagana. Í blaðinu er jafnframt fjallað vítt og breitt [...]

4maí

Verk og vit haldin í sjötta sinn

4. maí 2023|

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í sjötta sinn dagana 18.-21. apríl 2024 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Mikill áhugi hefur jafnan verið á sýningunni, bæði meðal fagaðila og almennings, og hefur hún fest sig í sessi sem lykilviðburður og einskonar uppskeruhátíð í byggingariðnaði, [...]

30mars

Fyrra aðsóknarmet jafnað á Verk og vit

30. mars 2022|

Mikill áhugi fagaðila og almennings á byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum sýndi sig á stórsýningunni Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll dagana 24.-27. mars, en alls komu um 25.000 gestir á sýninguna. Var aðsóknin sú sama og á sýningunni 2018 en þá var aðsóknarmet slegið. Um 100 sýnendur tóku þátt að þessu sinni [...]

27mars

Byko hlaut Sýningarverðlaun Verk og vit

27. mars 2022|

Byko hlaut Sýningarverðlaun Verk og vit 2022 og Verkfærasalan hlaut verðlaunin Athyglisverðasta sýningarsvæðið. Stórsýningin Verk og vit er nú haldin í fimmta sinn dagana 24.-27. mars í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Um 100 sýnendur taka þátt í sýningunni en mikill metnaður var lagður í [...]

25mars

Verk og vit 2022 sett í fimmta sinn

25. mars 2022|

Stórsýningin Verk og vit sem fram fer í Laugardalshöll hófst í gær og er þetta í fimmta sinn sem sýningin er haldin. Mikill fjöldi gesta sótti sýninguna heim fyrsta opnunardaginn en sýningin stendur fram á sunnudag. Við opnunina fluttu ávörp Pawel Bartoszek, formaður skipulags- [...]

24mars

Verk og vit hefst í dag

24. mars 2022|

Stórsýningin Verk og vit hefst í dag í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin stendur fram á sunnudag. Í dag kom út með Viðskiptablaðinu fylgirit tileinkað sýningunni og kynningarblað með Fréttablaðinu. Þetta er í fimmta sinn sem sýningin er haldin og sem fyrr er [...]

23mars

Unnið af krafti við uppsetningu

23. mars 2022|

Unnið hefur verið af kappi að uppsetningu sýningarinnar Verk og vit sem hefst á morgun. Það er gaman að sjá hvað sýnendur leggja mikinn metnað í sýningarsvæðin og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, segir Elsa Giljan Kristjánsdóttir sýningarstjóri. Breiddin er mikil [...]

18mars

Mannvirkjagerð á tímamótum

18. mars 2022|

Samtök iðnaðarins standa fyrir ráðstefnu um tækifærin í vistvænni mannvirkjagerð í tilefni af opnun stórsýningarinnar Verk og vit í Laugardalshöll fimmtudaginn 24. mars kl. 14-16. Hlekkur á viðburðinn

16febrúar

Verk og vit haldin í fimmta sinn

16. febrúar 2022|

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 24.-27. mars 2022 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal.  Um hundrað sýnendur munu þar kynna starfsemi sína, nýjungar, vörur og þjónustu. Góður tími til þess að sækja fram Sýningin Verk og vit hefur sannað [...]

24febrúar

Uppselt á sýningarsvæði Verk og vit

24. febrúar 2020|

Mikill áhugi er á sýningunni Verk og vit 2020 sem haldin verður í fimmta sinn í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 12.-15. mars næstkomandi. Uppselt er á sýningarsvæði Verk og vit nú þegar tæpur mánuður er í opnun. Yfir 100 fyrirtæki og stofnanir munu kynna [...]

21febrúar

Yfirlitsmyndband frá Verk og vit 2018

21. febrúar 2020|

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 12.-15. mars 2020 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Verk og vit er frábær vettvangur til að kynnast öllu því nýjasta í íslenskum byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð ásamt því að kynnast spennandi vörum og þjónustu. [...]

30janúar

Fylgirit um stórsýninguna Verk og vit 2020

30. janúar 2020|

Fylgirit um stórsýninguna Verk og vit 2020 fylgdi Viðskiptablaðinu nú í janúar. Meðal efnis eru viðtöl við sýnendur á Verk og vit. Menntamálin eru í brennidepli í fylgiritinu en m.a. kemur fram að mikil fjölgun hefur verið í mannvirkjagreinar Tækniskólans. Þá er fjallað um [...]

22janúar

Sýningarrými nær uppselt á Verk og vit 2020

22. janúar 2020|

Nær uppselt er á stórsýninguna Verk og vit sem haldin verður í fimmta sinn dagana 12.-15. mars 2020 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Um hundrað sýnendur hafa þegar skráð sig til leiks. Við finnum fyrir miklum áhuga á sýningunni sem sést best á því [...]

6nóvember

Verk og vit 2020: Um 75% sýningarsvæðis selt

6. nóvember 2019|

Undirbúningur fyrir stórsýninguna Verk og vit 2020 gengur vel. Um 75% sýningarsvæðis er þegar selt þótt enn séu fjórir mánuðir í sýninguna. Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 12.-15. mars nk. í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Að sögn Elsu Giljan Kristjánsdóttur [...]

11október

Fylgirit um Verk og vit með Viðskiptablaðinu

11. október 2019|

Fylgirit um stórsýninguna Verk og vit 2020 fylgdi Viðskiptablaðinu í vikunni. Meðal efnis eru viðtöl við sýnendur á Verk og vit. Þá er fjallað nánar um sýninguna sem haldin verður í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 12.-15. mars nk. Verk og vit verður nú haldin [...]

2október

Verk og vit 2020 – Kynningarfundur

2. október 2019|

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 12.-15. mars 2020 í Íþrótta og sýningarhöllinni í Laugardal. Mikill áhugi hefur verið bæði meðal fagaðila og almennings á sýningunum sem haldnar hafa verið á tveggja ára fresti. Kynningarfundur sýningarinnar Verk og vit 2020 verður [...]

4september

Verk og vit haldin í fimmta sinn

4. september 2019|

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 12.-15. mars 2020 í Íþrótta og sýningarhöllinni í Laugardal. Mikill áhugi hefur verið bæði meðal fagaðila og almennings á sýningunum sem haldnar hafa verið á tveggja ára fresti. Sala sýningarsvæðis hefst 23. september. Á síðustu [...]

3maí

Sýnendur ánægðir með Verk og vit

3. maí 2018|

Um 94% sýnenda sögðust ánægð með sýninguna Verk og vit 2018 í viðhorfskönnun meðal sýnenda sem unnin var af Outcome könnunum fyrir AP almannatengsl. Þar kom einnig fram að allir sýnendur telja grundvöll fyrir því að Verk og vit verði haldin aftur. Sýningin var haldin [...]

15mars

Metaðsókn á Verk og vit

15. mars 2018|

Mikill áhugi fagaðila og almennings á byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum sýndi sig á stórsýningunni Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll dagana 8.-11. mars, en alls komu um 25.000 gestir á sýninguna. Þetta eru mun fleiri gestir en mættu á Verk og vit 2016, [...]

13mars

Mikill áhugi á ráðstefnu um framtíð höfuðborgarsvæðins

13. mars 2018|

Fjöldi ráðstefnugesta var saman kominn í Laugardalshöll síðastliðinn föstudag þegar ráðstefnan Framtíð höfuðborgarsvæðisins - skipulag, innviðir og fjármögnun var haldin á stórsýningunni Verk og vit 2018. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Landsbankann og Samtök iðnaðarins og þar var farið yfir helstu tækifæri og áskoranir [...]

12mars

10. bekkingar sýndu mikinn áhuga á Verk og vit

12. mars 2018|

Stórsýningin Verk og vit, ásamt Tækniskólanum - skóla atvinnulífsins, bauð 10. bekkingum að heimsækja sýninguna, föstudaginn 9. mars. Markmið heimsóknarinnar var að kynna fyrir nemendum atvinnumöguleika iðnaðarins og þau tækifæri sem Tækniskólinn hefur upp á að bjóða. Heimsóknin var á skólatíma en alls mættu um [...]

11mars

Síðasti dagurinn á Verk og vit

11. mars 2018|

Laugardalshöll var opnuð klukkan 12.00 áðan fyrir sýningargesti stórsýningarinnar Verks og vits og er höllin full af áhugasömum gestum en opið er til klukkan 17.00 á þessum síðasta degi sýningarinnar. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalinn síðan á fimmtudag enda er margt að [...]

10mars

Reykjavíkurborg með athyglisverðasta sýningarsvæðið

10. mars 2018|

Sýningarsvæði Reykjavíkurborgar var í dag valið athyglisverðast á stórsýningunni Verk og vit sem haldin er í Laugardalshöll um helgina. Það var álit dómnefndar að bás borgarinnar væri öðruvísi og kæmi á óvart og hönnunin frumleg, endurnýtanleg og snjöll. Þá var það gagnvirknin og sýndarveruleikinn í [...]

10mars

Fjöldi gesta á Verki og viti um helgina

10. mars 2018|

Það er líf og fjör alla helgina á Verki og viti og bjóðum við alla velkomna til að kynna sér allt það sem hinir 120 sýnendur hafa fram að færa. Þá verða sýningarverðlaun veitt ásamt verðlaunum fyrir athyglisverðustu básana.   Verð velkomin!  

9mars

Líf og fjör á degi tvö

9. mars 2018|

Í dag hefur verið líf og fjör á stórsýningunni Verk og vit. Fjöldi fagaðila hefur lagt leið sína á sýninguna til að kynna sér allt það sem hinir 120 sýnendur hafa upp á að bjóða. Einnig hafa um 1.200 10. bekkingar komið í heimsókn á [...]

8mars

Verk og vit opnar með glæsibrag

8. mars 2018|

Stórsýningin Verk og vit hófst í dag og er þetta í fjórða sinn sem sýningin er haldin. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína á opnunina og var mikil ánægja á meðal þeirra jafnt sem sýnenda. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, [...]

8mars

Verk og vit hefst í dag

8. mars 2018|

Stórsýningin Verk og vit hefst klukkan 17.00 í dag og stendur yfir fram á sunnudag. Fyrstu tveir dagarnir eru tileinkaðir fagaðilum en um helgina er almenningur einnig boðinn velkominn og verður margt að sjá fyrir unga sem aldna. Verk og vit er ætluð þeim sem [...]

5mars

Verk og vit hefst á fimmtudaginn

5. mars 2018|

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fjórða skipti dagana 8.–11. mars næstkomandi í Laugardalshöll. Um 120 fyrirtæki og stofnanir taka þátt að þessu sinni og kynna vörur sínar og þjónustu. Á Verk og vit 2016 var slegið aðsóknarmet en alls sóttu þá 23.000 gestir [...]