„Það gekk ótrúlega vel hjá okkur á Verk og vit og mjög flottir 10. bekkingar sem komu og heimsóttu okkur,“ segir Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, í helgarútgáfu Morgunblaðsins en hún sá um skipulagningu á móttöku nemendanna fyrir hönd SI. „Það komu yfir 1.800 nemendur í dag og við vildum sýna þeim hvað það er ótrúlega flott að fara í iðn- og tækninám og síðan verkfræði. Það eru alls konar námsleiðir í boði til að finna skemmtileg störf.“

Lesa meira