Stórsýningin Verk og vit verður haldin á nýjan leik árið 2016.

Talsvert vatn hefur runnið til sjávar í íslenskum byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð frá því sýningin var haldin síðast árið 2008 en 92% sýnenda þá töldu grundvöll fyrir því að Verk og vit yrði haldin aftur.

Stórsýningin Verk og vit verður því haldin í þriðja sinn dagana 3. – 6. mars 2016. Fyrirkomulagið verður eins og áður; sýningin opin fagaðilum á fimmtudegi og föstudegi en almenningur boðinn velkominn laugardag og sunnudag.

Um 18.000 gestir sóttu sýninguna síðast og þá kynntu um 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög vörur sínar og þjónustu. Nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja sýnt áhuga á að taka þátt

AP almannatengsl er framkvæmdaaðili sýningarinnar en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, Landsbankinn og LNS Saga.