Fylgiblað Viðskiptablaðsins um Verk og vit er komið út. Í blaðinu er viðtal við framkvæmdastjóra sýningarinnar, Ingibjörgu Grétu Gísladóttur, sem segir frá þeim mikla áhuga sem er á Verki og viti, ásamt þeim tækifærum sem felast í þátttöku í sýningunni.

Þá eru viðtöl við sýnendur sem segja frá nýjungum sem þeir kynna á Verki og viti í ár og – og við samstarfsaðila sýningarinnar. Í viðtali við Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur, sviðsstjóra mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, kemur fram að Verk og vit sé mikilvæg sýning fyrir atvinnugreinina. Hún segir að atvinnugreinin taki nú mjög hröðum breytingum, m.a. með tilkomu nýrra tæknilausna, og að mikil uppbygging eigi sér stað um þessar mundir. 

Landsbankinn hefur verið samstarfsaðili Verks og vits frá upphafi. Davíð Björnsson, forstöðumaður mannvirkjafjármögnunar og ferðaþjónustu á Fyrirtækjasviði Landsbankans, segir að fyrir bankann sé þátttaka í sýningunni einstakt tækifæri til að hitta breiðan hóp viðskiptavina og sýna hvað bankinn hefur fram að færa en ekki síður að sjá og heyra hvað aðrir eru að fást við.

Hægt er hala Verk og vit blaðinu niður hér.