Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 12.-15. mars 2020 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Verk og vit er frábær vettvangur til að kynnast öllu því nýjasta í íslenskum byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð ásamt því að kynnast spennandi vörum og þjónustu. Meðfylgjandi er skemmtilegt yfirlit frá uppsetningu Verk og vit 2018 og þar til glæsileg sýning varð til.