Verk og vit, fylgiblað Viðskiptablaðsins, kom út í lok janúar.  Í blaðinu kemur fram að Landsbankinn og Samtök iðnaðarins, samstarfsaðilar sýningarinnar, hafa tekið höndum saman og standa sameiginlega að ráðstefnu á opnunardegi sýningarinnar. Á ráðstefnunni verður fjallað ítarlega um stöðu fasteignamarkaðarins og hvers sé að vænta.

Einnig eru viðtöl við sýnendur um áherslur þeirra með þátttöku í sýningunni. Mikill hugur er í mönnum og stefnir í glæsilega sýningu enda Verk og vit kjörinn vettvangur til að kynna nýjungar, starfsemi fyrirtækja og fjölbreyttar vörur og þjónustu.

Hægt er að lesa blaðið með því að smella á myndina.

VV.fylgiblad.21.01_