Fylgirit um stórsýninguna Verk og vit 2020 fylgdi Viðskiptablaðinu nú í janúar. Meðal efnis eru viðtöl við sýnendur á Verk og vit. Menntamálin eru í brennidepli í fylgiritinu en m.a. kemur fram að mikil fjölgun hefur verið í mannvirkjagreinar Tækniskólans. Þá er fjallað um hversu mikilvægt er fyrir iðnaðarmenn að mennta sig til að fylgja eftir tækniþróun í greininni. Fram kemur einnig að framtíðin fyrir rafiðngreinar er björt en það vantar samt sem áður fleiri fagmenntaða í iðnina. Fjallað er nánar um sýninguna sem haldin verður í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 12.-15. mars nk. Stórt og veglegt tímarit um sýninguna verður síðan gefið út á opnunardegi hennar 12. mars nk.

Fylgiritið má finna hér.