Fylgirit um stórsýninguna Verk og vit 2020 fylgdi Viðskiptablaðinu í vikunni. Meðal efnis eru viðtöl við sýnendur á Verk og vit. Þá er fjallað nánar um sýninguna sem haldin verður í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 12.-15. mars nk. Verk og vit verður nú haldin í fimmta sinn en mikil ánægja hefur verið meðal sýnenda með fyrri sýningar. Næsta fylgirit um Verk og vit verður gefið út 16. janúar nk. og mun það einnig fylgja Viðskiptablaðinu. Stórt og veglegt blað um sýninguna verður síðan gefið út á opnunardegi hennar 12. mars nk.

Fylgiritið má finna hér.