Loading...
Um sýninguna 2018-08-27T15:53:52+00:00

Stórsýningin Verk og vit snýst um byggingariðnaðinn, skipulagsmál og mannvirkjagerð. Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um byggingarmál, skipulagsmál og mannvirkjagerð

Verk og vit hefur verið haldin fjórum sinnum, nú síðast 8.–11. mars 2018. Á sýningunni var slegið nýtt aðsóknarmet þegar um 25.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll, þar sem um 120 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu.
Um 94% sýnenda sögðust ánægð með sýninguna Verk og vit 2018 í viðhorfskönnun meðal þeirra sem unnin var af Outcome könnunum fyrir AP almannatengsl. Þar kom einnig fram að allir sýnendur telja grundvöll fyrir því að Verk og vit verði haldin aftur.

Framkvæmdaaðili sýningarinnar var AP almannatengsl en samstarfsaðilar voru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.

Ummæli sýnenda

„Við hjá BYKO höfum tekið þátt í öllum Verk og vit sýningunum frá upphafi. Okkur finnst sýningin mjög mikilvægur og áhrifaríkur vettvangur til að kynna fyrirtækið og þjónustu fyrir lykilviðskiptavinum okkar, sem og að sjálfsögðu gestum og gangandi.“
Eggert Kristinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BYKO

„Sýningin Verk og vit er frábær vettvangur fyrir Verkís til að miðla áralangri þekkingu og kynna spennandi nýjungar. Verkís hefur tekið virkan þátt í sýningunni frá upphafi og hyggst halda því áfram. Við erum þakklát fyrir tækifærin sem felast í sýningunni og hlökkum til að hitta ykkur þar.
Hulda Sigrún Sigurðardóttir, kynningarstjóri Verkís

Verk og vit 2018 heppnaðist í alla staði mjög vel og eins og fyrri sýningar er þetta frábær vettvangur til að hitta fólk og kynna okkar vörur.  Að þessu sinni markaði sýningin upphaf í markaðssetningu á Heimvörn+ sem hefur í framhaldinu algjörlega slegið í gegn. Við hlökkum því til næstu Verk og Vit sýningar.“
Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas

„Við hjá Íslandslyftum hefðum ekki getað verið ánægðari með Verk og Vit 2016 og 2018. Birgjar okkar studdu okkur með því að taka þátt í kostnaði því þeir voru uppnumdir af árangrinum og athyglinni sem við fengum bæði á sýningunum sjálfum og á eftir. Enn þann dag í dag erum við að fá fyrirspurnir þar sem minnst er á að viðkomandi hafi séð okkur á Verk og Vit.  Vöxtur Íslandslyfta ehf. á árinu 2016 var 50% og hluti af því er þátttaka okkar í sýningunni.“
Helgi Skúli Helgason, eigandi og yfirmaður sölumála hjá Íslandslyftum ehf.