Verk og vit 2022

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 17.-20. mars 2022 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Verk og vit er frábær vettvangur til að sjá allt það nýjasta í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum og kynna sér spennandi vörur og þjónustu.

Við hlökkum til að sjá þig á Verk og vit 2022!

Sjón er sögu ríkari.

UM SÝNINGUNA

Sýningin er ætluð þeim sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, s.s. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar-, hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækjum, menntastofnunum, hönnuðum og ráðgjöfum. Verk og vit er kjörinn vettvangur til að kynna þjónustu og vörur, fjölga viðskiptavinum, efla samband við núverandi viðskiptavini og byggja upp jákvæða ímynd með fræðslu og fróðleik.

Verk og vit hefur verið haldin fjórum sinnum, nú síðast 8.–11. mars 2018. Á sýningunni var slegið nýtt aðsóknarmet þegar um 25.000 gestir sóttu sýninguna í Íþrótta- og sýningarhöllinni Laugardal, þar sem um 110 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu.
Um 94% sýnenda sögðust ánægð með sýninguna Verk og vit 2018 í viðhorfskönnun meðal þeirra sem unnin var af Outcome könnunum fyrir AP almannatengsl. Þar kom einnig fram að allir sýnendur telja grundvöll fyrir því að Verk og vit verði haldin aftur.

MARKMIÐ SÝNINGARINNAR

VERK OG VIT 2018

Framkvæmdaaðili sýningarinnar var AP almannatengsl en samstarfsaðilar voru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.

Myndband frá Verk og vit 2018

OPNUNARTÍMAR 2020

Fimmtudagur, 17. mars 17.00 – 21.00
Föstudagur, 18. mars 11.00 – 19.00
Laugardagur, 19. mars 11.00 – 17.00
Sunnudagur, 20. mars 12.00 – 17.00
Fimmtudagurinn 17. mars
17:00 – 21:00
Föstudagurinn 18. mars
11:00 – 19:00
Laugardagurinn 19. mars
11:00 – 17:00
Sunnudagurinn 20. mars
12:00 – 17:00
Kaupa aðgöngumiða

UMSAGNIR

„Við hjá BYKO höfum tekið þátt í öllum Verk og vit sýningunum frá upphafi. Okkur finnst sýningin mjög mikilvægur og áhrifaríkur vettvangur til að kynna fyrirtækið og þjónustu fyrir lykilviðskiptavinum okkar, sem og að sjálfsögðu gestum og gangandi.“

Eggert Kristinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BYKO

„Sýningin Verk og vit er frábær vettvangur fyrir Verkís til að miðla áralangri þekkingu og kynna spennandi nýjungar. Verkís hefur tekið virkan þátt í sýningunni frá upphafi og hyggst halda því áfram. Við erum þakklát fyrir tækifærin sem felast í sýningunni og hlökkum til að hitta ykkur þar.

Hulda Sigrún Sigurðardóttir, kynningarstjóri Verkís

„Vinnupallar tóku þátt í Verk og vit 2018 og vorum við afar ánægð með útkomuna. Þetta gekk mjög vel og við lögðum mikinn metnað í verkefnið í góðu samstarfi við skipuleggjendur sýningarinnar. Þetta er mjög mikilvæg sýning fyrir fyrirtæki í þessum geira hvort sem þau eru stór eða lítil.
Á sýningunni jókst tengiliðalisti okkar til muna, sem við höfum getað nýtt okkur vel.”

Sigríður Hrund Pétursdóttir, - eigandi Vinnupalla

„Reynslan af sýningunni hefur verið góð. Þar sem við erum verktakafyrirtæki sem byggir á sterkum og traustum mannauði, þá munum við reyna að höfða til ungra og efnilega fólksins okkar hér á landi. Eins munum við að sjálfsögðu vera til skrafs og ráðagerðar um allt sem snýr að sérþekkingu okkar innan mannvirkja- og byggingagerðar..“

Karl Andreassen, - forstjóri Ístaks

„Við teljum að þátttaka okkar í þessari sýningu sé mjög vel til þess fallin að efla tengsl okkar við byggingariðnaðinn og kynna okkar framboð á fræðslu og þjónustu. Á sýningunni höfum við tækifæri til þess að ræða við iðnaðarmenn, iðnmeistara og stjórnendur verktakafyrirtækja og ná þannig beinu sambandi við okkar markhóp.“

Ólafur Ástgeirsson, - sviðsstjóri bygginga- og mannvirkjasviðs hjá Iðan fræðslusetur

„Verk og vit eflir tengsl fyrirtækja við viðskiptavini sem er gríðarlega mikilvægt. Það er alltaf ákveðin þróun í framleiðslu á vörum og þarna gefst gott tækifæri á að sýna og kynna nýjungar í geiranum. Það er líka gaman að sjá hvað aðrir eru að gera í bransanum. Það er mjög vel til fundið að halda stóra og vandaða sýningu sem Verk og vit er.“

Grétar Örn Eiríksson, - markaðsstjóri Steypustöðvarinnar