Kynningarfundur fyrir sýninguna Verk og vit verður haldinn í Laugardalshöll fimmtudaginn 5. nóvember kl. 9. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur, enda kjörinn vettvangur til að kynna vörur og þjónustu, fjölga viðskiptavinum, efla samband við núverandi viðskiptavini og byggja upp jákvæða ímynd með fræðslu og fróðleik.

Á kynningarfundinum verður fjallað um sýninguna, greint frá stöðunni og því sem framundan er. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig á fundinn, eigi síðar en þriðjudaginn 3. nóvember.
Skráningar sendist á netfangið  skraning@verkogvit.is.

Ingibjörg Gréta framkvæmdastjóri verður til skrafs og ráðagerða eftir fundinn, ásamt Elsu Giljan Kristjánsdóttur sýningarstjóra, til að ræða framkvæmdina og möguleika sýningarinnar.