Stórsýningin Verk og vit hefst í dag í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Sýningin stendur fram á sunnudag. Í dag kom út með Viðskiptablaðinu fylgirit tileinkað sýningunni og kynningarblað með Fréttablaðinu.

Þetta er í fimmta sinn sem sýningin er haldin og sem fyrr er hún einkum ætluð fagaðilum á sviði byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar. Mikill áhugi er á sýningunni en um 100 fyrirtæki og stofnanir munu þar kynna vörur sínar og þjónustu.

Meðal sýnenda á Verk og vit eru byggingarverktakar, verkfræðistofur, menntastofnanir, fjármála- og ráðgjafafyrirtæki, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki og sveitarfélög svo eitthvað sé nefnt. Fyrstu tveir dagar sýningarinnar, fimmtudag og föstudag, eru hugsaðir fyrir fagaðila en seinni tvo dagana, laugardag og sunnudag er almenningi einnig boðið að heimsækja sýninguna.

Skoðaðu fylgirit úr Viðskiptablaðinu hér

Skoðaðu fylgirit úr Fréttablaðinu hér