Í dag hefur verið líf og fjör á stórsýningunni Verk og vit. Fjöldi fagaðila hefur lagt leið sína á sýninguna til að kynna sér allt það sem hinir 120 sýnendur hafa upp á að bjóða. Einnig hafa um 1.200 10. bekkingar komið í heimsókn á sýninguna, kynnt sér Tækniskólann – skóla atvinnulífsins og tækifærin í greininni.

Um helgina verður sýningin svo opin almenningi. Opið er kl. 11-17 á morgun, laugardag, og kl. 12-17 á sunnudag.