Opinn kynningarfundur stórsýningarinnar Verk og vit verður haldinn fimmtudaginn 26. október í Laugardalshöll. Gengið er um inngang A.
Kynningarfundurinn hefst kl. 9 en húsið verður opnað kl. 8.30 með léttum morgunverði frá Kaffitári. Farið verður yfir helstu atriði sýningarinnar og framkvæmd hennar, ásamt ávinningi sýnenda.

Mikill meðbyr með Verki og viti 2018

Mikill áhugi er fyrir Verki og viti í ár. Þeir sýnendur sem tekið hafa þátt í fyrri sýningum hafa staðið sig mjög vel í að koma fram með áhugaverðar kynningar á vörum sínum og þjónustu, ásamt því sem efst er á baugi í greininni. Mjög vel tókst til með Verk og vit síðast og var mikil ánægja á meðal sýnenda jafnt sem gesta.
Skráning er hafin og gengur mjög vel.
  

Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á kynningarfundinn á skraning@verkogvit.is, eigi síðar en miðvikudaginn 25. október þar sem tekið skal fram nafn fyrirtækis ásamt nöfnum og netföngum allra þeirra sem á kynningarfundinn ætla að mæta.


Við hvetjum þá sýnendur sem þegar hafa tryggt sér sýningarrými og sömuleiðis þá sem eru að skoða þátttöku að skrá sig á kynningarfundinn.

Framkvæmdaraðili sýningarinnar er AP almannatengsl en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.