Hátt í 1.700 grunnskólanemendur í 10. bekk áforma að heimsækja stórsýninguna Verk og vit í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal næstkomandi föstudag kl. 11.00-14.00. Um er að ræða nemendur frá 42 grunnskólum víða um land. Meðal sýnenda á Verk og vit verða byggingaverktakar, verkfræðistofur, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki, framleiðendur, menntastofnanir og ráðgjafafyrirtæki. Sýningin er opin fagaðilum alla sýningardagana frá 18. apríl, en almenningi gefst kostur á að heimsækja hana helgina 20.-21. apríl.

AP almannatengsl er framkvæmdaraðili sýningarinnar en samstarfsaðilar eru mennta- og barnamálaráðuneytið, innviðaráðuneytið, Samtök iðnaðarins, Byko og Landsbankinn.