Fjöldi fólks hefur lagt leið sína til okkar í Laugardalshöllina síðustu tvo daga og í dag verða dyrnar að sýningarsalnum opnaðar klukkan 12.00. Klukkan 14.00 og 16.00 fljúga svo sérfræðingar frá ÍSMAR fjarstýrðri þyrlu sem notuð er til myndatöku og úrvinnslu fyrir landmælingar og framkvæmdir, fyrir utan Höllina. Hlökkum til að sjá ykkur.