Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fimmta sinn dagana 12.-15. mars 2020 í Íþrótta og sýningarhöllinni í Laugardal. Mikill áhugi hefur verið bæði meðal fagaðila og almennings á sýningunum sem haldnar hafa verið á tveggja ára fresti.

Kynningarfundur sýningarinnar Verk og vit 2020 verður haldinn fimmtudaginn 10. október í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Fundurinn hefst kl. 9 en húsið opnar kl. 8.30 með léttum morgunverði. Farið verður yfir helstu atriði varðandi markmið, framkvæmd og undirbúning sýningarinnar.

Meðbyr með Verki og viti 2020

Á síðustu Verk og vit sýningu árið 2018 var slegið aðsóknarmet en um 25.000 gestir sóttu þá sýninguna, þar sem um 110 sýnendur kynntu vörur sínar og þjónustu. Í viðhorfskönnun sem Outcome-hugbúnaður gerði fyrir AP almannatengsl á meðal sýnenda Verks og vits 2018 sögðust um 94% sýnenda ánægð með sýninguna. Þar kom einnig fram að allir sýnendur telja grundvöll fyrir því að Verk og vit verði haldin aftur.

Framkvæmdaaðili sýningarinnar er AP almannatengsl. Samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.

Við hvetjum þá sem eru að skoða þátttöku að skrá sig á kynningarfundinn, sem og þá sýnendur sem þegar hafa tryggt sér sýningarsvæði að skrá sig eigi síðar en 9. október!

Skráning er hér