Framtíð höfuðborgarsvæðisins

Skipulag, innviðir og fjármögnun

Ráðstefna um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu var haldin í Laugardalshöll föstudaginn 9. mars 2018 kl. 13–16 í tengslum við sýninguna Verk og vit 2018 í samstarfi við Landsbankann og Samtök iðnaðarins. Markmið ráðstefnunnar var að varpa ljósi á framtíð höfuðborgarsvæðisins þegar horft væri til skipulags, innviða og fjármögnunar. Farið var yfir helstu tækifæri og áskoranir sem höfuðborgarsvæðið stendur frammi fyrir næstu ár.

Höfuðborgarsvæðið hefur tekið miklum breytingum að undanförnu og framundan eru fjölmargar áskoranir. Mikið hefur t.d. hvílt á byggingariðnaðinum við uppbyggingu innviða og á sama tíma hefur átt sér stað mikil uppbygging gistirýmis fyrir ferðamenn.

Dagskrá

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, setti ráðstefnuna.

Ármann Kr. Ólafsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri í Kópavogi
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til framtíðar litið
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
Heildarsýn og staða verkefna, Borgarlína og önnur samgöngumál
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Innviðir – ástand og framtíðarhorfur
Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum
Róast markaðurinn án brotlendingar?
Una Jónsdóttir, hagfræðingur og deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði
Uppsöfnuð þörf og áhrif á velferð þjóðar
Örn Tryggvi Johnsen, rekstrarstjóri ÞG verktaka
Skipulagsmál og þarfir íbúðarkaupandans
Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali hjá Híbýli fasteignasölu og fyrrv. formaður Félags fasteignasala
– Frá bæjardyrum fasteignasalans

Fundarstjóri var Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður.

Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar!
Ráðstefnan var öllum opin en þátttökugjald  var kr. 6.900. Innifalinn var aðgöngumiði á sýninguna Verk og vit 2018.