Sala sýningarsvæðis á Verk og vit 2016 gengur vel og nú þegar er tæplega 75% sýningarsvæðisins selt þrátt fyrir að fjórir mánuðir séu enn í sýningu.
Um 60 fyrirtæki ásamt sveitafélögum eru þegar skráð til leiks. Fyrirtækin koma úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins, má þar nefna byggingarverktaka, steypustöðvar, byggingarvöruverslanir, verkfræðistofur, öryggisfyrirtæki, fjármálafyrirtæki og háskóla.
Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á sýningunni eins og sjá má á því að um 75% sýningarsvæðisins er þegar selt. Það var fullt út úr dyrum á kynningarfundinum og mikill hugur í mönnum.
Sýningin Verk og vit er ætluð framleiðendum og innflytjendum sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, s.s. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, hönnuðum og ráðgjöfum. Hún verður haldin í þriðja sinn dagana 3.–6. mars 2016 í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal.