Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fjórða sinn dagana 8. – 11. mars 2018 í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal.
Á sýningunni 2016 var slegið nýtt aðsóknarmet en þá lögðu um 23.000 gestir leið sína á sýninguna þar sem tæplega 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu. Sem dæmi um sýnendr má nefna byggingarverktaa, verkfræðistofur, tækjaleigur, skóla, fjármálafyrirtæki, ráðgjafafyrirtæki og sveitarfélög.
Stórsýningin Verk og vit verður því haldin í fjórða sinn dagana 8. – 11. mars 2018. Fyrirkomulagið verður eins og áður; sýningin opin fagaðilum á fimmtudegi og föstudegi en almenningur boðinn velkominn laugardag og sunnudag.
Í viðhorfskönnun sem Outcome-hugbúnaður ehf. gerði fyrir AP almannatengsl á meðal sýnenda Verks og vits 2016 kom m.a. fram að 95% sýnenda voru ánægð með sýninguna. Þá fannst rúmlega 96% sýnenda að markmiðum þeirra hefði verið náð með þátttöku fyrirtækis þeirra í sýningunni. Þar kom einnig fram að allir sýnendur töldu grundvöll fyrir því að Verk og vit yrði haldin aftur.
AP almannatengsl er framkvæmdaaðili sýningarinnar en samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samtök iðnaðarins, BYKO og Landsbankinn.