Skipulagsfundur vegna sýningarinnar Verk og vit 2016 verður haldinn þriðjudagsmorguninn 26. janúar næstkomandi kl. 9:00 í Laugardalshöll. Fjallað verður um sýninguna, undirbúning og skipulag ásamt öllu öðru mögulegu og ómögulegu sem snýr að þátttöku í sýningunni. Á fundinum verða einnig aðilar frá Sýningarkerfum, Símanum og Exton til að ræða um tæknilegar útfærslur og/eða þarfir sýnenda.
Dagskrá
8:30 Léttur morgunverður í anddyri fyrir framan fundarsal
9:00 Verk og vit 2016: Fjallað verður um sýninguna, undirbúning og skipulag
9:30 Umræður
Við vonumst til að sjá sem flesta á fundinum, hvort tveggja sýnendur og þá sem vilja kynna sér sýninguna nánar. Einnig hvetjum við sýnendur til að senda þá starfsmenn sem munu koma að sýningunni á fundinn.
Nauðsynlegt er að skrá sig á skipulagsfundinn eigi síðar en mánudaginn 25. janúar á skraning@verkogvit.is.
Nánari upplýsingar fást í síma 514 1430 eða í tölvupósti á verkogvit@verkogvit.is