Laugardalshöll var opnuð klukkan 12.00 áðan fyrir sýningargesti stórsýningarinnar Verks og vits og er höllin full af áhugasömum gestum en opið er til klukkan 17.00 á þessum síðasta degi sýningarinnar. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Laugardalinn síðan á fimmtudag enda er margt að sjá fyrir unga sem aldna.
Frítt er inn fyrir börn yngri en 12 ára og því um að gera að skella sér á Verk og vit í dag.