Í tilefni af opnun stórsýningarinnar Verk og vit standa Samtök iðnaðarins fyrir ráðstefnu um fjárfestingu í samgönguinnviðum á Íslandi fimmtudaginn 18. apríl kl. 14-15.15 í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal. Þegar ráðstefnunni lýkur verður ráðstefnugestum boðið að vera við formlega opnun sýningarinnar. Á ráðstefnunni verður fjallað um aðkallandi fjárfestingaþörf í vegasamgöngum landsins, bæði vegna viðhalds og nýfjárfestinga.