BYKO hefur tekið þátt í öllum Verk og vit sýningunum frá upphafi og er einn af samstarfsaðilum sýningarinnar í ár. Eggert Kristinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs BYKO, segir í viðtali við fylgiblað Viðskiptablaðsins mikinn hug vera í sínu fólki fyrir komandi sýningu.
Kjörinn vettvangur
„Við hjá BYKO lítum svo á að Verk og vit sé kjörinn vettvangur til að kynna okkar helstu vörur og þjónustu, auk þess að vekja athygli á spennandi nýjungum. Þátttaka í sýningunni gerir okkur kleift að eiga gott samtal við viðskiptavini okkar víða úr byggingariðnaðinum auk þess að fá tækifæri til að hitta einstaklinga í framkvæmdahugleiðingum,“ segir Eggert.
Reynslumikið starfsfólk
Hann segir jafnframt að hjá BYKO starfi reynslumikið starfsfólk sem hafi gert BYKO kleift að vera í fararbroddi hvað varðar heildarlausnir og nýjungar í byggingariðnaði.
„Viðskiptavinir njóta góðs af margra ára reynslu okkar og geta verið fullvissir um að við leggjum okkur fram um að finna bestu lausnina hverju sinni, hvort sem um er að ræða hefðbundna byggingavöru eða sérlausnir.“
Hlökkum til
„BYKO býður upp á tæknilegar heildarlausnir og nýjungar í byggingariðnaði. Við erum fullir tilhlökkunar að hitta viðskiptavini á Verk og vit sýningunni og fá tækifæri til að kynna þeim það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Eggert að lokum í viðtali við fylgiblað Viðskiptablaðsins.