Nú geta bæði fagaðilar og almenningur tryggt sér miða á stórsýninguna Verk og vit, sem haldin verður 18. til 21. apríl næstkomandi.
Sýnendur eru í óða önn að undirbúa sig og ljóst að sýningin verður einkar glæsileg að þessu sinni. Miðasala er hafin á Tix.is og um að gera að tryggja sér miða.
Atvinnufólk í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum getur keypt miða fyrir fagaðila, sem kostar 4.500 kr. og gildir alla fjóra sýningardagana, frá fimmtudegi til sunnudags. Almenningi stendur svo til boða að heimsækja sýninguna á laugardag og sunnudag, en þá kostar miðinn 2.500 kr. og gildir í einn dag. Ellilífeyrisþegar, öryrkjar og nemar geta fá miðann á 1.500 kr. og frítt verður fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Opnunartímar sýningarinnar eru:
- Fimmtudaginn 18. apríl: 16:00-20.00 (fyrir fagaðila)
- Föstudaginn 19. apríl: 11:00-19:00 (fyrir fagaðila)
- Laugardaginn 20. apríl: 11:00-17:00 (fyrir almenning og fagaðila)
- Sunnudaginn 21. apríl: 12:00-17:00 (fyrir almenning og fagaðila)