ÞJÓNUSTUAÐILAR

Merking

Verk og vit er í samstarfi með Merkingu um að þjónusta þá sýnendur sem kjósa að vera með sýningarkerfi. Kerfi með veggjum, lýsingu og merkingu á hatt er á kr. 8.900 p. fm. án vsk. 

Tengiliðir varðandi Verk og vit eru: pawel@merking.islukasz@merking.is

Sími: 556-9000 

Merking er stærsti þjónustuaðili á íslandi varðandi skiltagerð, sýningarhald, prentun og framleiðslu kynningarefnis. Hvort sem um er að ræða kerfisbása eða sérlausnir þá höfum við lausnir sem unnar eru með hverjum og einum viðskiptavini.

Frekari upplýsingar um kerfin og sýnishorn má sjá hér: https://www.merking.is/expo

Sonik

Sonik stendur framarlega í fyrirtækjaviðburðum af ýmsu tagi eins og sýningum, árshátíðum, ráðstefnum og vefútsendingum.
Sonik hefur leigt út mynd-, hljóð- og ljósabúnað (upphengibúnað) til sýningahaldara á sýningar og viðburði.
Hjá Sonik starfa sérfræðingar sem hafa áralanga reynslu af fjölbreytttri tækniþjónustu og er þeim umhugað að veita viðskiptavinum sínum faglega og góða þjónustu.

Tengiliður:
Gunnar Þór Möller
gunnar@sonik.is
+354 893 7037

Íþrótta- og sýningahöllin Laugardal

Íþrótta- og sýningahöllin hf. (ÍSH) er rekstraraðili Laugardalshallar. ÍSH þjónustar viðburði og fagaðila með aðkomu þeirra að húsnæðinu. Laugardalshöll hefur verið vettvangur margra stærri viðburða, s.s. vörusýninga, tónleika, árshátíða, íþróttaviðburða og ráðstefna.
Sýningaraðilar sem óska eftir sérþjónustu við komu í húsnæðið, leigubúnað eða netsambandi í sýningarrými sitt, er vinsamlegast bent á að hafa samband við verkefnastjóra ÍSH með góðum fyrirvara.

Tengiliður:
Valgeir Ingason
valgeir@ish.is
+354 5853300

Armar

Armar er stærsta leigufyrirtæki á vélum og tækjum í byggingaiðnaði á Íslandi. Armar leigja út tæki sem henta bæði innan- og utandyra, eins og t.d. skæra- og spjótlyftur, skotbómulyftara, gaffallyftara, rafmagnstjakka og pallettutjakka. Armar aðstoða þig við að finna tækið sem hentar þínu fyrirtæki til uppsetninga á sýningarrými þínu á Verk og vit 2024.

Tengiliður:
Ævar Þór Ólafsson
aevar@armar.is
+354 6601705

Securitas

Securitas er leiðandi öryggisfyrirtæki á Íslandi sem vinnur forvarnarstarf með það að markmiði að auka öryggi viðskiptavina sinna og koma í veg fyrir að þeir og viðskiptavinir þeirra verði fyrir tjóni. Þjónustuframboð Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu auk lausna sem tengjast öryggismálum. Auk fjölbreytts úrvals öryggisvara má telja innbrota- og aðgangskerfi, brunaviðvörunar- og slökkvikerfi, myndavélakerfi og ýmsar aðrar blandaðar öryggislausnir. Securitas bíður uppá leigu slökkvitækja til sýnenda Verk og vit sem og aðra ráðgjöf varðandi öryggi á sýningarrýmum sýnenda.

Tengiliður:
Hilmar Ólafsson
hilmarolafs@securitas.is
+354 5807000

Terra

Terra þjónustar Verk og vit við söfnun endurvinnsluefna, flokkun og sorphirðu á sýningunni. Terra veitir viðskiptavinum sínum um allt land víðtæka umhverfisþjónustu á borð við sölu og leigu á flokkunarílátum, gámum og tunnum, spilliefnaþjónustu, trúnaðargagnaeyðingu, ráðgjöf og úrgangsstjórnun.

Tengiliður:
Guðmundur Páll Gíslason
gudmundurg@terra.is
+354 5352500

Sahara

Sahara er stafræn auglýsingastofa sem býður upp á heildstæða lausn á sviði markaðssetningar. SAHARA er í senn auglýsingastofa og framleiðslufyrirtæki sem einfaldar ferlið frá hugmynd til framkvæmdar. Framleiðsluteymið er skipað ljósmyndurum, textasmiðum, tökumönnum, framleiðendum, grafískum hönnuðum og hreyfimyndahönnuðum. Auk efnissköpunar sérhæfir SAHARA sig í stafrænum herferðum, umsjón með samfélagsmiðlum, árangursmælingum og stafrænum lausnum.

Tengiliður:
Eva Þorsteinsdóttir​
eva@sahara.is​
+354 771 6090

Erna Björk Häsler
erna@sahara.is​
+354 669 9231

Viðskiptablaðið

Tvö fylgirit hafa verið gefin út um sýninguna og svo kemur veglegt sýningarblað út með Viðskiptablaðinu á opnunardegi sýningarinnar sem verður dreift með Viðskiptablaðinu og á sýningunni.

Tengiliður:
Sverrir Heimisson, auglýsingastjóri ​
sverrir@vb.is